3 tíma stríð? Fiskur og trú

Dreymdi í nótt draum, tja eða martröð. Sá frétt í sjónvarpinu að á þremur tímum hefðu Bandaríkjamenn rúllað yfir Írak og væru með Bagdad á valdi sínu. Varð pínulítið feginn því að það þýddi að það gátu varla margir saklausir fallið á þremur tímum. Allt útlit er fyrir að raunveruleikinn verði mun dekkri.

Davíð Oddsson heitir fullum stuðningi við HVAÐ SEM Bandaríkjamenn munu taka upp á. Kannski langsótt dæmi en ætli þeir láti eina kjarnorkubombu detta á Bagdad? Davíð gúterar a.m.k. hvað sem er.

Fengum okkur fisk í gær, í annað sinn (Sigurrós segir samt fyrsta) sem slíkt er á boðstólum á heimili okkar. Ýsa í ostasósu. Var í lagi en sósan frekar væmin. Maginn hins vegar er búinn að gurgla í alla nótt og allan dag… mjög undarlegt.

Talandi um fiska, þá geta menn skoðað Cult of Cod. Virðist vera guðleysingjavefur sem notar þorskinn sem trúartákn sem ádeilu á trú.

Comments are closed.