Ég horfi á sjónvarp einu sinni í viku og því ekki séð kosningaauglýsingar fyrr en í dag.
Framsóknarflokkurinn er með fínar auglýsingar, verst að ég trúi ekki orði af því sem er sagt í auglýsingunum og í flestum þeirra er reyndar bara verið að gera hefðbundin gylliboð.
Sjálfstæðisflokkurinn datt niður á viðeigandi þema í einni auglýsingunni sinni, flogið yfir jökul og ís og einmitt þannig mun Ísland enda undir þeirra stjórn, vonlítill og kaldur heimur í miðju Atlantshafi.
Ungir sjálfstæðismenn eru svo með arfaslakar auglýsingar þar sem ungt fólk segir “sko að ég sko bara vil bara ekkert að hlutir breytist svo sko ég geti gert áætlanir” og svo er mjög ósmekkleg persónuárás á Ingibjörgu Sólrúnu.
Ef að þetta unga fólk heldur virkilega að það sé betur sett til að gera áætlanir undir “vernd” bláu handarinnar þá er það með lélegar áætlanir. Gerir það ráð fyrir hugsanlegum veikindum? Nei auðvitað ekki, á þessum aldri er maður ósigrandi. Kerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill koma á að bandarískri fyrirmynd þýðir að um leið og þú veikist alvarlega þá ertu úr leik, þú ert skuldum vafinn fyrir lífstíð og hefur ekki efni á lyfjum og meðferð. Nú þegar eru margir sem hreinlega hafa ekki efni á læknishjálp og þeim fer fjölgandi.
Júlli rifjar upp afrek ríksisstjórnarinnar (partur 1).
Núna hamra margir á því að kosningar eigi EKKI að snúast um fólk. Davíð hefur verið geymdur í aftursætinu sem er ólíkt fyrri kosningum þar sem hann VAR ástæðan fyrir því að yfirhöfuð kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki nýtt að Flokkurinn snúist í marga hringi með því sem frá honum kemur, þeir gera iðullega allra manna mest af því sem þeir gagnrýna hjá öðrum.
Kosningar eiga víst að snúast um málefni en málefnin eru það fyrsta sem hverfur þegar ný ríkisstjórn er mynduð. Þá er það fólkið sem skiptir máli. Þetta er því marklaust hjal manna…. það er fólkið sem skiptir máli í kosningunum, málefnin eru alltaf fyrsta fórnarlambið í alvöru pólítiskum hildarleikjum eins og ríkisstjórnarmyndun.