Horfði á leik Liverpool og Arsenal ruglaðan á Stöð 2 í dag, var að dútla eitthvað og datt inn í að fylgjast með. Ekki verða Liverpool meistarar með þessu liði, það er nokkuð öruggt. Hræðileg hælspyrna Gerrards (held ég) fyrir framan vítateig Liverpool gaf Arsenal sigurmarkið.
Á meðan að Liverpool reynir að nota hælspyrnur og einnar snertingar bolta á eigin vallarhelmingi munu þeir ekki vinna deildina. Svona “fancy dan” stælar skila akkúrat engu nema mistökum, þegar ég hef séð menn með svona kæruleysisdæmi í þeim leikjum sem ég hef spilað hef ég látið þá heyra það. Svona athæfi er bara hreinræktaður idjótaskapur og því miður fyrir Liverpool þá virðast menn hrifnir af þessu þar á bæ.
Bayern München leikur dagsins var því næst, ætli þeir muni einhver tímann sýna leik sem er EKKI með Bayern? Grey Herthu Berlínarmenn í vondum málum.
Fjör að vera í bandaríska hernum, þér er ekki frjálst að giftast hverjum sem er.
Skólabækurnar kalla.