Já, ekki er ég fyrr búinn að segja Unni að maður eigi að hlusta á líkamann, ekki hitamæla varðandi það hvort maður sé veikur eða ekki, en ég vakna um miðja nótt blautur af svita vegna hita (ég sleppi drumrollinu hérna).
Síðustu helgi var ég með þvílíka beinverki og höfuðverk, það virðist vera af völdum sama vírus og hefur nú skellt mér upp í 38 gráður og raspað hálsinn að innan þannig að það líkist einna helst sandpappír. Vatn gerir illt verra. Lifi núna á kóki (kíki á ávaxtate sem er laust við koffín á morgun skv. læknisráði) og ávaxtastöngum (frostpinnar). Get reyndar borðað án vandkvæða en vil stinga hálsinum ofan í skúffu þess á milli.
Annars er það svo að yfirleitt þegar ég fæ hita finn ég slappleika yfirtaka mig, í nótt hins vegar gat ég ekki sofnað aftur og fór á fætur tæplaga 5 þegar ég vaknaði öðru sinni, í dag hef ég svo brunað bæjarfélaga á milli og borið tvo þunga skjái upp og niður stiga og þó með 38 stiga hita. Þá er eitthvað að.
Fór í fyrsta sinn á heilsugæslustöð Hlíðahverfis (sem ég tilheyri víst þó á Flókagötunni sé… tenging Vals og Hlíðahverfis er mér svolítill þyrnir í … uhh… fæti). Þar hitti ég fyrir lækni sem er líklega rétt um jafnaldri minn og alveg á sömu línu. Fyrst að heilsugæslan í Kópavogi og heilsugæslan í Grafarvogi hafa sparkað mér verð ég að finna nýjan heimilislækni. Leist vel á þennan og ætli maður reyni ekki að krækja í hann ef kostur er á.
Nú er svo komið að því sem lesendur mínir vilja, tenglar dagsins.
EGM Magazine fengu nokkra krakka til að spila tölvuleiki sem við “eldra fólkið” könnumst við frá barnæsku, dóma þeirra má lesa hér.
er á þessari síðu og tveim næstu.
Að lokum eru það svo “wholesome American family values” sem úthýsa BDSM ráðstefnum í Bandaríkjunum, S&M-event organizers whipped in Maryland. Svo ég vitni í prest í þessari grein:
Sexuality is a beautiful thing, a gift from God. But it is a gift that comes with responsibility, including respecting the man or woman you are with, not this tie-me-up rough stuff.
Bara trúboðastellingin takk fyrir!