Sigurrós og mamma hennar fóru fyrr í dag og skoðuðu risíbúð nálægt Kennó. Í kvöld fóru þær svo aftur, núna með mér og smiðnum Einari frænda (Sigurrósar), til að meta þetta.
Íbúðin er nokkuð skemmtileg, mikið er undir súð en stofan er góð sem og herbergin. Mér leist vel á þetta og við erum spennt fyrir þessu. Við fáum ekki greiðslumatið fyrr en á mánudag og getum því ekki gert tilboð strax. Að auki þá munar 4 milljónum á brunabótamati og því sem sett er á hana, sem að er svolítið stór hjalli hvað húsbréf og lífeyrissjóðslán varðar.
Ég er ekki menntaður í hagfræðinni en mér finnst ansi undarlegt að til þess að eignast íbúð þá þurfi ég að framvísa veðrétti í annari íbúð.
Spennandi eign sem að gaman gæti verið að eignast (og þess vegna er ég ekki að kjafta frá hvar hún er :p ).