Rauðhöttur snýr aftur

Í dag gafst ég upp á því að setja vefþjóninn í gang með Debian. Að setja allt upp var í sjálfu sér ekkert vandamál, en RAID-ið komst aldrei í gang. Egill skutlaði Red Hat 7.2 diskum til mín og á 10 mínútum eða svo var ég búinn að setja upp stýrikerfi með RAID-1 stuðningi, og það í mjög notendavænu umhverfi. Red Hat install er einfaldara en Windows svei mér þá.

Í kvöld skruppum við Sigurrós í innflutningspartý hjá Gumma og frú. Flott 126 fermetra íbúð í Ásahverfinu í Hafnarfirði með svaka útsýni, verst að það er eiginlega uppá heiði :p . Sigurrós var með hálsbólgu og ég nenni ekki að djamma á veturna (snjór og kuldi fara ekki vel saman með áfengi) þannig að við fórum rétt fyrir miðnætti.

Ekkert miðar í baráttunni gegn reykingum, ég held að hérna segi fyrirsögnin allt sem segja þarf. Ef að þetta er titlað barátta gegn reykingum, þá er auðvitað borin von að hún vinnist, því að ef það er eitthvað sem að er ungu fólki að skapi þá er það uppreisn og barátta. Þetta ætti frekar að vera svona “ég er ekki vitlaus” herferð eða eitthvað álíka sem að sýnir bara fram á það hversu hrikalega heimskulegar reykingar eru (“ógeðs”auglýsingarnar eru skref í þá átt). Svo lengi sem orðin barátta, stríð og herferð eru ekki notuð þá á er von til þess að eitthvað gangi.

Comments are closed.