Uncategorized

Háseti á sjó

Þá er Daði bróðir orðinn háseti á sjó og farinn í sinn fyrsta túr.

Bíllinn var farinn að skrika undarlega til á götunum, þar sem ég hef ekki smakkað áfengi í líklega 3 mánuði þá var ég stikkfrír í þessu máli. Skrapp til pabba og þá kom í ljós að annað framdekkið var orðið ónýtt, snarlega skipt um það og nú erum við Mazdan aftur í góða gírnum.

Áhugavert:

  • Alvöru hvalveiðar brátt?
  • Ódýr mannslíf í Hollandi
  • Uncategorized

    Aprílgöbb og 2 milljónir

    Ef að fjölmiðlar legðu almennt jafn mikla vinnu í fréttamennsku og þeir virðast leggja í aprílgöbb þá værum við kannski með alvöru fjölmiðla hér á landi?

    Sjálfum finnst mér 1. apríl-dæmið einstaklega fáránlegt, en það er víst til fullt af fólki sem finnst fátt sniðugra. Þeim sem telja mig vera fúlan á móti vegna þessa, er bent á að skrá sig á hlátursnámskeið hjá mér, enda vel þekkt að fáir séu meiri brandarakallar á vinnustað en ég.

    Nei, ég féll ekki fyrir neinu aprílgabbi.

    Var núna að enda við að borga 2 milljónir króna. Þetta er önnur greiðslan af þremur vegna nýja heimilisins okkar sem aðeins 2 mánuðir eru í.

    Uncategorized

    Súkkulaðiát

    Sigurrós gerði málsháttunum okkar skil í sinni færslu. Eggið er nú orðið hálft, og ég held að maður reyni við það aftur á morgun. Sykurbólurnar fara væntanlega að láta á sér kræla…

    Uncategorized

    Frumskóga Georg

    Horfðum á barnagrínmyndina George of the Jungle á RÚV áðan (svei mér þá ef það er ekki hægt að horfa á eitthvað á RÚV svona einu sinni í viku eða svo…), ágætis rugl sem er vel hægt að hlæja að.

    Á Huga er auglýsing til vefara sem eru að klára 10. bekk, þar sem vísað er á þessa síðu. Áhugaverð tilraun til þess að laða fleiri nema að skólanum, einkum lokaorðin : “Og svo eru sumir sem velja Verzló einfaldlega vegna þess að þeir vilja verða ríkir.” Sagt í spaugi eða alvöru?

    Gamla drottningarmóðirin látin, þó það sé auðvitað frekar leiðinlegt mál þá er það verra að þetta mun skyggja á alvöru atburði sem snerta líf og dauða hundruða manna í Afganistan og Palestínu næstu daga, að minnsta kosti í Bretlandi, og líklega víðar. Það er svona, ef þú ert með rétta blóðið í æðunum þá skiptir þú meira máli en þúsundir sem eru ekki með rétta blóðið. Eru fjölmiðlar ekki æðislegir?

    Uncategorized

    Ísöld

    Skruppum heim til mömmu í kaffisamsæti í dag. Fékk þar þær gleðilegu fréttir að Daði bróðir er nú orðinn háseti hjá Landhelgisgæslunni og fer brátt á sjóinn í sinn fyrsta túr.

    Í kvöld skruppum við svo á teiknimyndina Ísöld. Ágætis skemmtun með nokkrum launfyndnum punktum, en engin stórsnilld í sjálfu sér.

    Áhugavert:

  • Too sexy for her rocker
  • Bækur

    Dýrið maðurinn

    Las í dag bókina Leila, stutta bók um þjáningar bosnískrar stúlku sem var margnauðgað, misþyrmt og komið fram verr við en hötuðustu húsdýr. Ein margra þúsunda kvenna sem varð fyrir þessu í Bosníu, og þá er eftir að telja tugþúsundin í öðrum stríðum fyrr og síðar.

    Heimurinn er fullur af vondu fólki, og hann er líka fullur af hjarðdýrum sem að gera vonda fólkinu kleift að ná metorðum og halda þeim. Þetta er auðvitað málefni sem æsir mig auðveldlega upp, en pistill minn um þetta mál verður stór og mikill, og fer því frekar á www.betra.is en joi.betra.is. Ætlunin er að opna www.betra.is á næstum mánuðum með vel útpældum greinum sem að ég ætla að leggja þó nokkra vinnu í. Meir um það síðar.

    Horfðum í kvöld á Legally Blonde. Stórskemmtileg kvikmynd um fordómana sem að fallegt, ljóshært og vel vaxið kvenfólk verður fyrir, og ádeila á það að dæma fólk við fyrstu sýn. Margir launfyndnir punktar í henni, mæli með þessari.

    Uncategorized

    Páskafrí

    Fínt að fá fimm daga helgi til að slappa af eftir skólatörnina. Langt síðan að ég ruddi út úr mér orðaflaumi hér á síðunni… ekkert sem hefur æst mig nógu mikið upp líklega. Ég er svo mikill rólyndismaður.

    Staðan á bankareikningnum núna er reyndar glæsileg, 2.2 milljónir. Milljónirnar eru hins vegar á leið í útborgun eftir helgina, og eru að auki aðeins í láni frá lífeyrissjóðnum. Kannski ekki eins glæsileg staða og fyrst leit út fyrir.

    Áhugavert:

  • Bubbles kaka
  • The Internet, volume one
  • Uncategorized

    Páskasnjór

    Skiluðum af okkur í kvöld, flestir farnir í páskafrí, fámennt í skólanum.

    Forsætisráðherra hnaut tunga um tönn í ræðu sinni, er hann ræddi um yfirgripsmikið þekkingarleysi. Spánýtt hugtak, og líklega var líkingin mín spáný líka (ef ekki þá hef ég að minnsta kosti ekki heyrt hana áður).

    Páskasnjórinn er mættur, eins og maður sá fram á að vorið væri komið í fyrradag. Smá reality check af og til fær mann til að muna staðsetninguna á þessu skeri.

    Áhugavert:

  • Frjálslyndir bókasafnsfræðingar (yeah!)
  • MSN plus!
  • MSN skins
  • Uncategorized

    Survivor 4 (jæja)

    Hmmm.. þar sem við fórum ekki í háttinn fyrr en upp úr 5 í nótt þá var ég mjög svo slappur og alls óvinnufær. Seinniparts dag þegar ég hafði rankað við mér mundi ég eftir einum fítus sem við höfðum steingleymt (var ekki í grunnkröfum en skemmtilegra að hafa hann), því var eitt form búið til í flýti, sem og klasi og föll því tengdu og svo sent á Arnar, sem að er núna með master-útgáfuna og setur því allt inn hjá sér.

    Sá Survivor 4, Jeff Probst sagði að maturinn sem þau áttu að éta í þessari matarkeppni (án þess að nota guðsgafflana svokölluðu) væri sérréttur sem að gestum væri boðið uppá. Væntanlega er þetta einhver eyjaskeggjahúmor, matur sem að er of vondur til að þeir leggi í kynna þeir sem “þjóðarrétt” og grey aðkomumenn eru látnir pína honum í sig, eybúum til skemmtunar.

    Áhugavert:

  • Bangsímon í réttarsal
  • Páfi heldur smá vitglóru
  • Uncategorized

    Drottning að lokum komin

    Erum búnir að vera duglegir í dag, forritið hefur hlotið nafnið Drottning (Queen) og er núna bara í smá förðun, laga til takka og setja inn myndir og gera það sætt.

    Þetta var ágætis upphitun fyrir lokaverkefnið, sem verður svipað uppbyggt held ég.

    Áhugavert:

  • Robot World Cup
  • Snjóflóðavörn, góð hugmynd