Las í dag bókina Leila, stutta bók um þjáningar bosnískrar stúlku sem var margnauðgað, misþyrmt og komið fram verr við en hötuðustu húsdýr. Ein margra þúsunda kvenna sem varð fyrir þessu í Bosníu, og þá er eftir að telja tugþúsundin í öðrum stríðum fyrr og síðar.
Heimurinn er fullur af vondu fólki, og hann er líka fullur af hjarðdýrum sem að gera vonda fólkinu kleift að ná metorðum og halda þeim. Þetta er auðvitað málefni sem æsir mig auðveldlega upp, en pistill minn um þetta mál verður stór og mikill, og fer því frekar á www.betra.is en joi.betra.is. Ætlunin er að opna www.betra.is á næstum mánuðum með vel útpældum greinum sem að ég ætla að leggja þó nokkra vinnu í. Meir um það síðar.
Horfðum í kvöld á Legally Blonde. Stórskemmtileg kvikmynd um fordómana sem að fallegt, ljóshært og vel vaxið kvenfólk verður fyrir, og ádeila á það að dæma fólk við fyrstu sýn. Margir launfyndnir punktar í henni, mæli með þessari.