Frumskóga Georg

Horfðum á barnagrínmyndina George of the Jungle á RÚV áðan (svei mér þá ef það er ekki hægt að horfa á eitthvað á RÚV svona einu sinni í viku eða svo…), ágætis rugl sem er vel hægt að hlæja að.

Á Huga er auglýsing til vefara sem eru að klára 10. bekk, þar sem vísað er á þessa síðu. Áhugaverð tilraun til þess að laða fleiri nema að skólanum, einkum lokaorðin : “Og svo eru sumir sem velja Verzló einfaldlega vegna þess að þeir vilja verða ríkir.” Sagt í spaugi eða alvöru?

Gamla drottningarmóðirin látin, þó það sé auðvitað frekar leiðinlegt mál þá er það verra að þetta mun skyggja á alvöru atburði sem snerta líf og dauða hundruða manna í Afganistan og Palestínu næstu daga, að minnsta kosti í Bretlandi, og líklega víðar. Það er svona, ef þú ert með rétta blóðið í æðunum þá skiptir þú meira máli en þúsundir sem eru ekki með rétta blóðið. Eru fjölmiðlar ekki æðislegir?

Comments are closed.