Hitti Elísabetu í dag, alltaf jafn gaman að hitta skemmtilegt fólk, of langt leið síðan síðast.
Fékk áðan einkunn úr Stýrikerfi 1, hvorki meira né minna en 9. Hæsta einkunn hingað til í þessum skóla, enda verið oft óduglegur við lesturinn. Það besta er að ég var duglegur við að fara út fyrir efnið í prófinu, og ryðja öllu sem mér datt í hug út úr mér, ef að ég var ekki alveg 100% á spurningunni. Virðist hafa virkað.
Nú er GallúBið sem að Geiri tók við mig (með aðstoð spurninganna sinna og smá asp-hjálpar frá mér) komið á vefinn, og gvuð hvað drengnum tekst að misþyrma myndunum sem ég sendi honum. Þar sem að ég hef ekki látið sjá mig á svokölluðum skemmtistöðum í áraraðir þá átti pilturinn auðvitað engar myndir af mér, þannig að ég gróf upp einhverjar og sendi honum. Drengurinn lætur þær svo fettast og brettast þannig að það er engu líkara en að ég sé 3 metrar á breidd (þegar ég er bara 1.5!). Honum tileinka ég því þessa skopmynd.
Þá held ég áfram í verkefninu, prófanir eiga að fara fram á morgun og þetta lítur ágætlega út vefmegin að minnsta kosti. 7 dagar í skil!
Áhugavert: