Í nótt datt inn á veraldarvefinn stafræn útgáfa af ævintýrinu um Mjallhvít. Hana má lesa með myndum á þessari síðu. Þess ber að geta að pappírsútgáfan var gefin út 1852, sjálfum finnst mér bara skemmtilegt að sjá gamla stafsetningu og orðalag.
Bætti aðeins um betur og smellti mynd úr bókinni á færsluna um Mjallhvít á íslenska og enska Wikipedia.
Aðeins að nútíma listsköpun, þessi græja, I/O Brush virðist vera algjörlega geggjuð! Mig langar í svona og er þó með teiknifatlaðri mönnum!
P.S. Mjallhvít var áður nefnd í þessari færslu. Nú eru þrjú verkefni í fyrri umferð:
- Íslenzk grasafræði
- Rímur af Grámanni í Garðshorni
- Járnsíða eðr Hákonarbók
“Húsabætur á sveitabæjum” er í annari umferð. Tvö verkefni til viðbótar bíða þess að ég sleppi þeim lausum, sem ég geri þegar einhver hinna fara úr fyrstu umferð, og eitt er líklega á leiðinni til viðbótar á morgun eða svo. Passa að hafa alltaf auðvelt verkefni í gangi þannig að fólk getur prufað að prófarkalesa einfaldan og skýran texta til að byrja með.
P.P.S. Skrifaði smá kynningu á þessu í júlí.