Selfossför sjö tuga

Dagurinn byrjaði á því að haldið var á Selfoss, nokkra metra frá núverandi heimili okkar hittum við idjót dagsins sem var Jónas R. eða einhver tvífari hans á 10 milljóna upphækkuðum jeppa. Hann sýndi af sér fádæma vanþekkingu á umferðarreglum á vegamótum og var svo klár á því að hann væri í rétti að hann baðaði út öllum öngum og hló að plebbunum sem voru í eðlilegri hæð, sumsé okkur. Held reyndar að flestum jeppabílstjórum væri hollt að fara aftur yfir umferðarreglurnar þar sem þeir virðast telja aðrar gilda um sig en þessar sem við fylgjum.

Erindið á Selfossi var að fagna Jóni Inga sem er 70 ára í dag. Margt manna mætti og mikil tónlistardagskrá var.

Þegar heim var komið kláraði ég síðustu blaðsíðurnar í bókinni um Beckham. Mjög einfalt talmál notað, hvort það er þýðandinn eða upphafleg útgáfa notuð veit ég ekki. Beckham virðist þó hinn ágætasti gaur, fjölskyldan og fótboltinn einu víddirnar í hans heimi.

Lokapunktur kvöldsins var Intolerable Cruelty, fín mynd frá Coen-bræðrum, svartur húmor með smá rómans.

Comments are closed.