Víruð plötuumslög

Það er orðið svolítið (les: soldið) síðan að ég kíkti í Wired, las þar ágætis greinar um Google, nýjasta ógeðið sem tekur yfir tölvur og svo RSS vandamálin.

Ameríkan er orðin ótrúlegt lögregluríki, 15 ára gutti var yfirheyrður af Secret Service (sem verndar forsetann) af því að hann teiknaði ófagrar myndir af Gogga Bush. Helvíti var George Orwell slappur, þetta átti að vera 2004 en ekki 1984!

Ljúkum deginum (sem í kjötheimum var svolítið merkilegur) með enn einum listanum yfir hræðileg plötuumslög.

Comments are closed.