JPEG í hættu?

Fórum í Smáralind í dag og kíktum þar í fyrsta sinn á Burger King. Fínir borgarar eftir að maður plokkar laukinn af, biðjum næst um að sleppa honum.

Eins og sjá mátti í Morgunblaðinu í dag er hægt að sjá líkkistur hermanna sem hafa fallið í Írak á MemoryHole, nánar tiltekið hér.

Flestir sem hafa unnið vefi kannast við GIF-vandamálið sem var það að einhver átti hugverkaréttindi sem tengdist því, það rann út 2003 þannig að GIF-myndir eru aftur orðnar frjálsar til notkunar.

Núna bregður svo við hins vegar að sama vandamál er að koma upp með JPEG-myndir, sjá greinina Forgent Sues Over JPEG Patent. Ekki alveg nógu sniðugt.

Comments are closed.