Fréttaskot

Í gær skruppum við til ömmu sem átti afmæli. Hún er búin að gjörbreyta íbúðinni og stóð í því fyrir ekki löngu að rífa allt niður sjálf og færa til. Ekki slæmt hjá rúmlega sjötugri konu.

Fréttaskot utan úr heimi næst.

Í Bretlandi hafa tveir menn frá Kosovo unnið skaðabótamál gegn varnarmálaráðuneytinu vegna harðrar framgöngu hermanna í Kosovo þar sem félagi þeirra var drepinn. Dómarinn sagði að menn misstu ekkert mannréttindi sín þó þeir væru erlendir, fínt mál. Friðargæslumenn eru hins vegar áhyggjufullir, segjast nú líklega ekki þora að skjóta neinn…

Það hefur verið hamingjusöm brúður (eða þannig) sem fékk drukkinn brúðguma í lögreglufylgd í brúðkaupið sitt í Þýskalandi. Drengurinn var enn drukkinn eftir steggjapartíið og missti ökuskírteinið.

Land hinna frjálsu heldur áfram að afsanna það orðspor, nú ætla þeir að stórhækka sektir fyrir að tala um kynlíf og önnur tabú í útvarpi. Howard Stern er að lenda í miklum vandamálum vegna þessa.

Ótrúlegt en satt en þá er til tískuvefur fyrir tölvuleikinn Star Wars: Galaxies. Hægt er að láta sérhanna á sig föt og fleira þar.

Comments are closed.