Opið eða lokað?

Ætluðum að vera voðalega dugleg í morgun og ég skutlaði Sigurrós í Baðhúsið og hélt svo í World Class. Síðast þegar ég vissi opnaði World Class klukkan 10 á sunnudögum, en nú var allt lokað og slökkt, og ég og konan sem kom þarna á sama tíma vorum mjög undrandi á því.

Til þess að gera mér eitthvað til dundurs þangað til ég ætti að sækja Sigurrós fór ég að rúnta niður Laugarveginn, nokkuð sem ég hef ekki gert í fleiri mánuði. Mál og menning var opin þannig að ég leit þar við og festi kaup á bókinni Psychoshop.

Þegar við vorum svo komin heim fór ég á netið og komst að því mér til undrunar að annarsvegar er Fellsmúlastöðin (sem ég fer í) “opin allan sólarhringinn” og svo hins vegar að hún er “lokuð á sunnudögum”, sem að eru nýjar fréttir fyrir mér. Af reynslu minni að dæma þá hefur seinni síðan rétt fyrir sér, sem gefur að fyrri síðan er með röngum upplýsingum.

Comments are closed.