Sko fyrst ég er útskrifuð

Í Mogganum í dag birtist stutt og óhemju hallærisleg grein eftir Sigþrúði Ármanns sem mig grunar að sé litla systir Birgis Ármanns.

Þar greinir stúlkan frá því að hún sé nú útskrifuð úr Háskóla Íslands, hún hafi þar borgað 30.000 kr fyrir hvert skólaár en kostað skattborgara 300.000 kr. Henni finnist því tilvalið að hækka skólagjöldin til að leiðrétta þennan “halla”.

Er það bara ég eða er hrikalega hallærislegt að koma fram með þetta þegar maður er útskrifaður og þarf auðvitað ekki að borga hærri skólagjöld!

Háskólinn ætti að vera ódýr fyrir námsmenn. Skattarnir fara í margt vitlausara en menntun Íslendinga. Sjálfur er ég við HR þar sem við borgum sex sinnum meira í skólagjöld en við HÍ en það er mitt val að fara í dýrari háskóla. Aðrir ættu að hafa þann valkost að fara í ódýrari ef þeir vilja. Menntun er mannréttindi, ekki forréttindi.

Comments are closed.