• Uncategorized

Stóri kjötbitinn

Þar sem Sigurrós skrapp til mæðgnanna austur fyrir fjall þá hef ég eldað fyrir einn. Sigurrós keypti fínar nautalundir handa mér áður en hún fór og í dag eldaði ég þær í hádegismat.

Smellti þeim á fínu grillpönnuna okkar og útkoman var himnesk! Aukaverkunin var sú að ég angaði af kjötlykt, brasið var ævintýralegt en svínvirkaði, þegar ég kom niður í skóla. Stúlkurnar urðu allar glorhungraðar greyin.

Gelymdi að minnast á þetta um daginn. Vísindamenn fordæma aðgerðir Bush og félaga að breyta niðurstöðum, falsa og fleira fínerí.

You may also like...