Microcosmos

Í gækveldi horfðum við á Microcosmos sem Sigurrós tók á bókasafninu (vikuútlán, ókeypis). Egill hafði ráðlagt mér að horfa ekki á hana þreyttur. Enginn texti var en það kom lítið að sök, eina talaða málið er í blábyrjun þegar að efni myndarinnar, fólkið í grasinu (skordýrin) eru kynnt á ljóðrænan hátt á frönsku.

Eftir það sjáum við bara ýmis skondin, skelfileg og dagleg atvik meðal skordýranna. Líkt og farfuglarnir er hér um að ræða hreina náttúruskoðun, enginn söguþráður og við kíkjum á einstaka kvikindi í smástund áður en við lítum á það næsta.

Comments are closed.