VITarar og gRiDarar

Það voru smá nostalgíutímar á netinu í kvöld. Hittumst á MSN nokkrir gamlir VIT-arar og gRiD-arar og spjölluðum um gamla tíma og nýja.

VIT og gRiD voru sumsé aðalliðin í Team Fortress Classic útgáfunni af Half-Life fyrir mörgum árum. Þetta voru æðislegir tímar þar sem úrslitaleikurinn á Skjálfta (eða hvað það hét) stóð upp úr sem einhver magnaðasti leikur allra tíma. Ég ætlaði nú ekki að spila þar en hann TARZAN greyið forfallaðist á miðju móti og ég var gripinn og skellt í stöðuna hans, nokkuð sem ég var ekki vanur að spila. Hér á eftir kemur lýsing sem aðeins TFC-spilarar skilja.

Þar upplifði ég eitt svakalegasta andartak allra tíma, ég náði að taka út scout sem var að reyna að flýja með fánann okkar í lyftunni í 2fort, snéri mér svo við og lokaði innganginum með HWGuy-gaurnum sem ég spilaði í stað Tarzans. Það sem á eftir fylgdi var rooooosalegt. Held að einir 5 gRiD-arar hafi komið í sóknina (af 8) og hentu öllum mögulegum sprengjum á mig á meðan að Cannon og Alli stóðu bakvið mig og lömdu í mig heilsu og armor.

Þarna stóð ég því með tvo bræður að baki að halda í mér lífi og fimm óvini fyrir framan smellandi öllu á mig sem þeir áttu til að komast í fánann okkar. Skjárinn minn varð stundum gjörsamlega æpandi hvítur af öllu sprengjuregninu og oft hafði ég ekki hugmynd hvort ég væri lífs eða liðinn í öllum hamaganginum.

Þetta tókst þó hjá okkur og fáninn okkar hvarf loks aftur á sinn rétta stað. Alveg mögnuð andartök.

Comments are closed.