Uppsetningardagur

Sá fínt tilboð á partalistanum og var snöggur að kaupa vél á 30.000 með 17″ skjá. Fljótur að koma skjánum í notkun, var með 15″ sem náði bara 800×600 upplausn í góðum gæðum þegar ég tengdi hann í lappann, en nýji skjárinn ræður við 1152×864 í mjög góðum gæðum. Mikill munur að vinna aftur í alvöru upplausn heima við.

Eftir tveggja tíma tilraunir til að bjarga C: drifinu á vinnuvélinni gafst ég upp og straujaði hana bara og eyddi vinnudeginum í að setja upp nauðsynlegustu forrit. Þá er bara eftir að laga MBR (master boot record) þannig að ég komist líka í Debian-inn sem er einnig uppsettur á vélinni. Sem betur fer voru öll gögnin á öðrum drifum.

Áhugavert lesefni:

  • Amazing powers of sheep
  • Comments are closed.