Gröfukarlar og togaraskipstjórar

Menn og járnskrímsli

Mikið voðalega er það pirrandi þegar netsambandið við útlönd fer að flökta og detta út af því að einhverjir vitleysingar á gröfum eða togurum hirða ekki um að skoða kortin og slíta sundur ljósleiðara eða sæstrengi. Þeir eru merktir á kortum og það er meira að segja bannsvæði í kringum sæstrengina. Ég vil fá að sjá háar sektir fyrir svona grundvallarmistök sem valda einstaklingum og fyrirtækjum truflunum og oft fjárhagstjóni. Lítið á helvítis kortin!

Bókatíðindi

Kláraði í gærkveldi Night Watch, enn eina snilldina frá meistara Pratchett.

Vírað

Wired greinir okkur frá enn einni “snilldinni”, byssu sem skýtur fyrir horn. Einmitt það sem heiminn vantaði.

University of Maine er búinn að búa til hugmyndalaug þar sem nemendur geta sett alls konar sköpunarverk sín og aðrir notið góðs af og þróað áfram. Þetta er fín hugmynd, að reyna að nýta sameiginlegan sköpunarkraft og fá nemendur til að finnast þetta ósköp eðlilegt.

Einkalíf

Við skötuhjúin skelltum okkur í jólaklippinguna í dag og röltum svo 4 metra yfir á American Style þar sem við fengum okkur rétt 28 (glóðaðar kjúklingabringur með ost, beikoni og BBQ-sósu). Ljúffengt.

Comments are closed.