Jólaglöggið

Klukkan er um þrjú að nóttu og ég er nýkominn heim eftir ánægjulegt kvöld. Hrafnkell og Sirrý buðu okkur til árlegs jólaglöggsfagnaðar þeirra, Sigurrós var vant við látin en ég mætti og sat rúma fimm tíma á spjalli við Unni og Bjarna áður en þau fóru á Dömustaðaballið og svo Kela, , Stínu, Loga og svo bættist Elli í hópinn. Málefnin spönnuðu sögu internetfyrirtækja Íslands, skólamál, Brúðarbandið, trúmál (tengillinn sem ég lofaði þeim), notendaviðmót og margt fleira.

Fín kvöldstund og jólaglöggið sem Keli bjó til vakti gífurlega lukku, get ekki sagt til um það sjálfur þar sem ég er að halda mér frá svona veigum á meðan að líkaminn er að klára baráttuna við bronkítisinn.

Varðandi skólamálaumræðuna okkar þá er áhugaverð þessi grein um stöðu skólamála í Skotlandi þar sem foreldrar pretta skólayfirvöld til að koma börnum sínum í góða skóla. Hvort segir það meira um foreldrana eða skólakerfið?

Comments are closed.