Dagur til að gleyma

Gleymanlegur dagur. Fyrst að orðið ógleymanlegt er til hlýtur að mega að nota gleymanlegt. Áfram held ég að pota í innviður íslenskunnar, hellingur þarna sem er rökrétt en ekki til staðar?

Bendi bara á áhugaverða grein um rithöfundinn Philip K. Dick og myndaflóðið sem hefur skollið á okkur eftir skáldsögum hans. Ég hef lesið megnið af bókunum hans held ég og á nokkrar, mæli með kallinum.

Feginn að Bush yngri er ekki á leið hingað, löggæslan vegna komu hans til Bretlands er metin á 5 milljónir punda. Verst að menntakerfið eða fátækir fá ekki að njóta þess.

Comments are closed.