‘Snúri’ heimsóttur

Í kvöld heimsóttum við Örn, Regínu og Snúra litla. Snúri er sumsé gælunafnið sem er notað þangað til að drengurinn verður skírður í desember.

Við ákváðum að vera ofsa góð við þau og komum með matinn með okkur og elduðum fyrir þau og Sigurrós vaskaði meira að segja upp. Vonandi að það hafi hjálpað þeim enda búnir að vera strangir og erfiðir dagar og nætur svo ekki sé talað um endalausan gestastraum sem hefur verið. Við ákváðum að við gætum beðið nokkra daga og vildum bara hitta þau í rólegheitum og fórum því ekki fyrr.

Örn er nú búinn að læra að nota myndaalbúmið og dældi inn í kvöld fyrstu myndunum af krílinu (einnig hægt að skoða sem “slideshow“).

Comments are closed.