4. dagur sambandsleysis

Gaf enn og aftur upp nauðsynlegustu upplýsingar þegar ég hringdi í hítina sem að er 800 7000. Hef það alltaf á tilfinningunni að hvað sem að ég segi þar, þá hverfi það ofaní svarta hít og finnist aldrei aftur. Að minnsta kosti kannast enginn við neitt þarna. Spurning hvort að þetta verði komið áður en ég fer út um næstu helgi…

Í kvöld sá ég hins vegar loksins almennilegt efni á Eurosport (reyndar var HM í Edmonton nokkuð skemmtilegt), Brescia 1-1 Paris SG í InterToto Final, og seinni hálfleikur í leik Barcelona og Wisla Krakow sem fór 1-0, í undankeppni meistaradeildarinnar.

Comments are closed.