• Uncategorized

Rauðhöttur

Jæja, náði mér í Rauðhött 9 stýrikerfið og brenndi sjálfur eftir að diskarnir sem Hrafnkell brenndi og athugaði sérstaklega að væru í lagi stóðust ekki prófanir sem uppsetningarforritið gerði.

Reyndar endaði þetta á því að ég þurfti að taka músina úr sambandi á meðan að uppsetning fór fram því að einhver Python skrá krassaði uppsetningunni við að reyna að stilla músina (ósköp venjuleg 3ja takka Logitech).

Eftir 40 mínútna uppsetningaferil var allt komið nema músin sem ég þurfti að fikta aðeins til að koma inn.

Er núna að skrifa þessa færslu í Mozilla í Red Hat Linux stýrikerfinu, nota Mozilla reyndar í Windows líka þannig að þetta er lítil breyting… nema hvað letur varðar! Leturstærðirnar hjá Movable Type notendum eru fullstórar að mínu mati í Windows en í Linux er þetta fín stærð. Maður þarf að fara að skoða að gera “platform dependent” stílskrár vegna svona lagaðs, letrið á minni síðu er nefnilega í minni kantinum hérna í Rauðhöttnum! Þetta fer reyndar mikið til eftir hvaða letur er notað, ekki til sama letur á Windows og Linux iðullega.

Annars styður dálkahöfundurinn Nick Webster Ísland í leiknum á morgun, sem og Norðmenn, Dani og Svía. Hann vill nefnilega sjá allt ljóshærða léttklædda kvenfólkið í Portúgal 2004.

You may also like...