Töfrar og bananar

Jæja sum mál leystust betur í dag en leit út fyrir í gær.

Kom við í kvöld hjá Hrafnkeli sem gaf mér Red Hat 9 diska, sá við það tækifæri veikan gullfisk hjá þeim sem var í lyfjameðferð, greyið gat ekki haldið sér á réttum kili og var ýmist á hlið eða hvolfi.

Þá tók við grillveisla hjá Erni og Regínu. Grillið þeirra varð sem betur fer ekki fyrir sama tjóni og okkar og að auki í skjóli fyrir veðrinu þannig að rigning og önnur ofankoma öngruðu okkur ekkert. Svínakjötið með BBQ-sósunni var afbragð sem og bökuðu kartöflurnar. Eftirréttur voru svo grillaðir bananar með mars-súkkulaði.

Horfðum á David Blaine fremja mögnuð töfrabrögð, ekkert vitað um hann hingað til nema að hann hefur látið grafa sig lifandi, verið innilokaður í ís, húkt á staur og nú síðast hangið í kassa án matar.

Comments are closed.