Gúbbi, gígabæt og kóðastuldur

Gúbbinn sem sér um DNS-inn er enn ekki búinn að laga þannig að það er svona 50/50 séns á að fólk rati inn á betra.is. Um leið og hann tekur til eftir sig ætti þetta að fara í 100% eins og það ætti að vera!

Mikið er ég ánægður með þetta framtak. Nokkrir einstaklingar eru sumsé að kæra framleiðendur harðra diska fyrir rangar upplýsingar. Það sem þeir selja sem 150 GB disk er í raun 140 GB diskur þegar í tölvu er komið þar sem tölvur nota tvíuandarkerfið og stærðin 1024 er notuð í stað 1000 eins og í auglýsingunum. Þetta hefur ergt mig all oft að kaupa stóra diska og sjá tölvuna segja mér að það vanti nokkur GB upp á það sem ég ætlaði.

Áhugaverð tölvugrein: How To Steal Code or Inventing The Wheel Only Once.

Comments are closed.