Discovery Channel

Ekki eins mikill letidagur og í gær en samt nálægt því. Skrapp til litla bróður og fiktaði í tölvunni hans, þó með takmörkuðum árangri þar sem það vantaði hitt og þetta, maður verður að fara að setja ýmsustu tölvuparta í verkfærasettið sitt.

Horfi oft á breiðvarpið á meðan að ég sit og vinn/leik mér í lappanum, Discovery Channel ratar oftar en ekki á skjáinn þá. Í kvöld var á dagskrá “Creepy Creatures”, nokkrir þættir með þema um smádýr sem að vekja óhug margra. Þar var sýnt hvernig maðkar flugna eru notaðir í lækningaskyni til að hreinsa sár og sýkingar, þeir éta víst bara dautt og rotnandi hold en ekki lifandi. Einnig voru blóðsugur notaðar þó nokkuð, í þeim þætti var jafnframt sýnt hvernig kona sem missti þumal fékk nýjan, sem var fyrrverandi stóratá hennar (mun stærri en þumallinn.. en virknin skiptir meira máli en fagurfræðin). Svo voru það MS-sjúklingarnir sem að láta býflugur stinga sig því að býflugnaeitrið hefur heilsubætandi áhrif á þá, eins undarlega og það gæti hljómað. Margt fleira fróðlegt sem þarna kom í ljós.

Mér finnst Discovery Channel bara vera æðisleg stöð, þó nokkuð af endurtekningum á þáttum, en þá eru bara minni líkur á að maður missi af einhverju sniðugu.

Comments are closed.