Grímuball

Sigurrós og nokkrar aðrar stelpur í Kennó langaði svo á grímuball að þær ákváðu að halda það sjálfar. Það var haldið nú í kvöld í Stúdentakjallaranum og heppnaðist bara dæmalaust vel. Líklega um 50 manns sem mættu og bara mjög gaman.

Við vorum voða flott saman, vonandi koma myndirnar af okkur jafn vel út og við litum út 🙂

Verst að reykingarnar eyðileggja alltaf svona skemmtanir, ég verð mjög pirraður í augunum af reyknum og undir lokin gat ég varla haldið þeim opnum. Þegar við komum svo heim önguðu ekki bara fötin okkar heldur við sjálf af þessari ógeðslegu reykingastybbu. Af hverju er svona erfitt að skemmta sér án þess að koma heim angandi eins og öskubakki?

Áhugavert lesefni:

Comments are closed.