Biðraðir eru enn til!

Svei mér þá. Þar sem við áttum í milljónaviðskiptum í fyrra þegar við festum kaup á okkar fyrstu íbúð þá fengum við endurgreiðslu frá skattinum.

Maður þarf víst að leysa ávísunina út í banka og því hélt ég í tvo Búnaðarbanka, í Kringlunni var fullt út úr dyrum og númerið sýndi 30 manns á undan mér. Ég ákvað því að athuga hvort betur stæði í mínum venjulega banka í Kópavogi. Það reyndist ekki svo, 44 manns á undan mér! Þetta tók 45 mínútur áður en röðin kom að mér.

Það var svo langt síðan að maður mætti í eigin persónu til að sinna svona skriffinsku að stúlkan þurfti að benda mér á að ég þyrfti að skrifa undir kvittun. Best að fylla út þessa beiðni sem fylgdi með ávísuninni þannig að þetta fari næst sjálfkrafa á reikning, maður er orðinn of góðu vanur til að standa í svona.

Comments are closed.