Meira af Ann Coulter

Áttum náðugan dag á Selfossi og svo í sumarbústað. Sigurrós skrifar væntanlega um þetta og svo eru myndirnar á leið inn hjá henni bráðlega.

Í framhaldi af færslu gærdagsins er ekki úr vegi að líta aðeins betur á Ann Coulter, hetjuna hans Björns.

Ágætis greining á því sem frá henni kemur, ótrúlegt bullið og óhróðurinn sem hún kemst upp með að láta frá sér.

Varðandi bókina Treason sem Birni finnst greinilega mikið spunnið í þá má lesa hér og hér og hér hvers konar ofboðslegar staðreyndavillur og bull er í bókinni.

Hér má sjá ýmsar “gullperlur” sem hún hefur látið frá sér fara, til dæmis

“I think there should be a literacy test and a poll tax for people to vote.”—Hannity & Colmes, 8/17/99

“I think [women] should be armed but should not [be allowed to] vote.”—Politically Incorrect, 2/26/01

Fátt er þó ótrúlegra en þetta:

We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity. (src)

Þetta er fólkið sem Bush hlustar á og greinilega Björn líka.

Sem betur fer eru ekki allir jafn djúpt sokknir í eigin hugarheim og fyrir þennan og næsta pistil sem jós hatri yfir allt og alla var hún rekin en snögglega ráðin af öðrum álíka sjúkum huga. Hér má lesa meira um ruglið sem vellur upp úr henni og fáfræðina sem skín frá henni.

The Boondocks hafa ameríska lausn á því hvernig hægt er að losna við svona ófögnuð.

Svo verður auðvitað að enda færslu dagsins á enn einu gullkorninu sem kemur frá vinum Björns…

Trees cause more pollution than automobiles do.

Ronald Reagan 1981 (src)

Ég vona reyndar að Björn sé ekki eins og ég hef málað hann hér í dag og í gær… en ég óttast að svo gæti alveg verið.

Comments are closed.