Shakespeare & Jones

Horfðum á Draum á Jónsmessunótt á Stöð 2 í gær, Shakespeare alltaf helvíti nettur með orðaleikina sína.

Skruppum á Osmosis Jones í kvöld, þokkaleg og saklaus skemmtun en ekki þess virði að fara á í bíói, eins dýrt og það er orðið. Mæli samt alveg með því að kíkja á hana, ódýrara á myndbandsspólu.

Fróðlegir þessir “Design on Your …” þættir sem eru á Discovery Channel, síðast reyndu þeir Richard Seymour og Dick Powell að betrumbæta brjóstahaldarann sem að er illræmd hönnun, núna voru þeir að reyna að búa til betri klósett, enda eru þau flest illa hönnuð, föst í sama gamla forminu sem að er frekar óheppilegt að mörgu leyti, einkum fyrir karlmenn. Japanir eru þó framarlega í klósetttækninni, tölvustýrð klósett með upphituðum setum og vatnsnuddi. Sorglegt hvað við tökum hluti sjálfsagða, þegar þeir gætu verið mun betri.

Áhugavert lesefni:

  • Bush-feðgarnir eru mjög svo umburðarlyndir, eða þannig
  • Stop this benefit!
  • Comments are closed.