40 sólarhringar og svo miklu meira

Myndin 40 days and 40 nights varð fyrir valinu í myndbandstækið í kvöld. Fínasta skemmtun.

Talandi um kynhvöt og kynlíf (sem ofangreind mynd er um… eða réttara sagt ofgnótt af því fyrrnefnda og skort á hinu síðarnefnda) þá sá ég í dag niðurstöður rannsóknar sem bar saman kynlífshegðan Frakka og Bandaríkjamanna. Kanarnir eru lauslátari og meira fyrir skyndikynni á meðan að Frakkarnir eru meira fyrir langtímasambönd. Þetta vekur furðu margra Bandaríkjamanna. Konur yfir miðjan aldur lifa líka mun meira kynlífi í Frakklandi en í Bandaríkjunum.

Demókratar hafa nú hafið baráttu um hver hlýtur forsetakjörstilnefningu. Einn maður hefur tekið vefinn og blogg með trompi, réttara sagt starfslið hans.

Margir bíða líka spenntir eftir því hvort að Wesley Clark, fyrrum yfirhershöfðingi NATO, bjóði sig fram en hann þykir fluggáfaður og með viðamikla þekkingu á efnahags-, hernaðar-, mennta- og heilbrigðismálum svo lítið eitt sé nefnt. Vefir eins og þessi hafa verið settir upp þar sem þrýst er á hann að bjóða sig fram. Hann lítur að minnsta kosti mun betur út en litli Stalínistinn hann Bush.

Talandi um ný-alræðisöflin sem eru að rjúka upp vestanhafs og austan sem og hér á landi. Ef menn halda svo að algjörlega blind og hundsholl skrif þeirra Hannesar Hólmsteins og Stefán Einars séu einsdæmi þá verð ég að hryggja þá með því að benda á enn meiri vitleysing fyrir vestan, þar er Ann Coulter að fagna merkustu Bandaríkjamönnum 20. aldarinnar, þeim Joseph McCarthy, J. Edgar Hoover, Richard Nixon, Whittaker Chambers og Ronald Reagan.

Frá mörgu öðru fróðlegu er að segja, best að stytta þetta þó aðeins og benda á að:

Það var og – og er svo.

Comments are closed.