Stórviðskipti, bíó og Strommi

Í gær var pabbi stórtækur og seldi íbúðina sína og keypti aðra. Svo er það flutningar í júlí, hlutirnir gerast hratt hjá föður mínum.

Nýja Charlie’s Angels myndin fær, umm…, áhugaverða dóma.

Mig fýsir sífellt minna og minna að ferðast til Bandaríkjanna. Ekki endilega vegna hryðjuverkaógna heldur sökum alls eftirlitsins sem er í gangi. Núna eru þeir meira segja farnir að spá í að nota tæki sem taka í raun nektarmyndir af manni.

Strom Thurmond lést, karlinn nýhættur á þingi og orðinn 100 ára. Hann kvæntist tvisvar tvítugum stúlkum, í fyrra skiptið bað hann einkaritarans þegar hún tók niður minnispunkta hjá honum með því að lesa fyrir bónorðið. Hún svaraði því með minnisblaði. Hann var rúmlega fertugur þá. Hún lést mörgum árum seinna og eftir átta ára piparsveinslíf bað hann annarar tvítugrar konu, nú orðinn 66 ára. Þau skildu að ég held 20 árum síðar.

Karlinn var þekktur fyrir það að káfa á kvenfólki í lyftum þinghússins, mest hissa varð hann þó þegar hann komst að því að konan sem hann var að þukla var þingmaður! Hann var ötull andstæðingur laga fyrir jafnrétti kynþátta, sagðist þó ekki vera rasisti og barðist gegn Klu Klux Klan. Skrautlegur karl, vart þó til fyrirmyndar.

Comments are closed.