Grim Fandango

Fyrst að ég var að leita uppi Edith Piaf á mp3 (og fann að auki nokkra aðra eins og Maurice Chevalier) þá ákvað ég að finna Grim Fandango soundtrackið sem að ég gjörsamlega féll fyrir 1998. Ég rakst strax á þessa síðu frá LucasArts og náði í þessi þrjú mp3 sem þar er að finna. Eftir að þær skrár voru búnar að kitla eyrun í smástund hélt ég áfram leitinni tvíefldur, og ekki leið á löngu þar til að þessi síða kætti mig með því að upplýsa mig um það að soundtrackið (það er bara ekki til íslenskt orð yfir þetta er það?) hefði verið gefið út á sér disk.

Ég brá mér í netverslun LucasArts en komst þar að því mér til mikillar mæðu að þeir sinna bara Bandaríkjunum. Ætla að leysa það mál með því að fá félaga minn í Bandaríkjunum til þess að panta þetta, og senda svo bara á mig. Af hverju eru svona margar verslanir í Bandaríkjunum með “USA only” netverslanir?

Áhugaverður tengill:

  • Jam Echelon
  • Comments are closed.