Á kjörseðilinn minn

Fer ekki XD eða XB.

Á morgun eru kosningar, ótrúlegur fjöldi ætlar að halda vananum og kjósa flokk sem segir eitt en gerir annað, um er að ræða minn fyrrum flokk, bláu höndina sem einnig er þekkt sem Flokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn.

Ungir sjálfstæðismenn auglýsa að þeir vilji frelsi til áfengiskaupa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í 16 ár í stjórn og ekki komið því í gang.

Það frelsi næst því tæplega með því að kjósa XD, gjörðirnar sýna okkur það.

Ég vil eiga heima í landi þar sem þeim sem minna mega sín er hjálpað, ekki að þeir séu kallaðir aumingjar, hæðst að þeim og þeim rétt lúsarölmusa svona upp á náð og miskunn. Allir eiga að hafa rétt á frábærri heilsugæslu fyrir lítinn pening.

Við mennirnir stofnuðum samfélag því að okkur hugnaðist ekki lögmál frumskógarins. XD þýðir að frumskógurinn vann.

Ég ætla að kjósa á morgun og XD og XB verða ekki á mínum kjörseðli:

  • Lofa frelsi en færa okkur áþján
  • Telja stríð ekki þess virði að spyrja Alþingi
  • Skilja ekki að lögin eiga við um gjörðir þeirra líka
  • Borga vanhæfum stjórnendum tugmilljónir fyrir að reka þá
  • Borga fólkinu sem elur upp æskuna tittlingaskít
  • Ráða fleiri vanhæfa stjórnendur – sökum flokkstengsla og ítaka
  • Ógna málfrelsi og einstaklingsfrelsi Íslendinga og gesta hér á landi

Mér finnst þeir gjörsamlega siðblindir en þar sem það er víst kriterían fyrir því að ná langt í stjórnmálum þá segir það ekki mikið.

Af léttari málum er það að frétta að Sigurrós fór til London í dag með 3 vinkonum úr Kennó. Maður er svo vanur þessum utanlandsferðum eða helgarferðum innanlands að maður er ekkert að pæla í þessu lengur og er sjálfala þannig að allt er í góðu.

Kári fékk svo EVE sem snemmbúna afmælisgjöf frá okkur.

Comments are closed.