Símabreyting

Mikill verslunarleiðangur í Kringluna í dag, matarinnkaup og símastúss. Færðum ADSL og heimasíma frá Landssímanum til Íslandssíma. Í dag fékk ég svo loksins svar frá Símneti við pósti sem ég sendi 24. mars, sá póstur var ítrekun á öðrum sem var sendur í byrjun mars.

Það er vegna svona lélegrar þjónustu og þess að tengingin deyr nokkrum sinnum á dag sem ég er að færa okkur yfir, að auki fáum við tvöfalt hraðari tengingu á sama verði!

Þegar við komum út frá Íslandssíma sáum við Gumma baða höndunum út að lýsa einhverju spennandi fyrir viðskiptavinum, heyrðum óminn frá honum alveg út að Sock Shop 🙂

Samtök fréttamanna standa fyrir auglýsingaherferð þessa dagana til að minna á mikilvægi þess að þeir séu ekki þaggaðir niður. Auglýsingarnar eru í sjokkerandi stílnum, lifandi fréttamenn sýndir sem dauðir:
Sjónvarpsfréttamaðurinn Christine Ockrent með kúlufar í enninu
Fréttamaðurnn Guillaume Durand skotin til bana
Fréttamaðurinn Emmanuel Chain skorin til ólífis

Comments are closed.