ADSL

Hmmm. Próf á morgun, í strembnari kantinum.

Tengdó fékk sér ADSL í dag. Hún getur víst ekki valið milli þjónustuaðila, bara Síminn sem þjónustar Selfoss enn sem komið er. Hún er búin að vera með 33.6K módem síðan að hún fór í sveitina, alveg skelfilegt á þessum hátæknitímum. Pabbi er næstur í röðinni, það gæti líka tekið ár að koma honum í eitthvað betra…

Ég er aftur á móti að skoða tilboð Íslandssíma, orðinn vel þreyttur á stopulu netsambandi Betrabólsins og fullyrðingum um að allt sé í lagi þegar það er greinilega ekki svo.

Comments are closed.