Visitasía

Formúlan er að rokka feitt þessa dagana, í morgun unnu mínir menn hjá McLaren aftur sigur og nú var það Häkkinen yngri, hann Kimi Räikkönen, sem tók flaggið (eins og er víst sagt í formúlunni). Ég vaknaði rétt fyrir sjö en ákvað að ég væri of þreyttur til að drösla mér fram og missti því af því að sjá Michael Schumacher enda í sjötta sæti.

Miklu betri formúla í ár en í fyrra, fleiri lið í baráttunni.

Í dag fórum við svo í visitasíu til Selfoss þar sem við samfögnuðum mæðgunum Guðbjörgu og Karlottu en þær héldu upp á afmælin sín. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég hitti fólkið hennar Sigurrósar og því ekki vanþörf á að sýna smettið svo maður gleymist ekki.

Comments are closed.