Nedved og fullt annað

Anna Hugadóttir er búsett í Hollandi um þessar mundir og skrifar fína færslu um muninn á náttúru Íslands og ekki-náttúru Hollands.

Bandaríkin eru sífellt að færast nær 1984, Stóra bróður, Brave New World og Kína Maós.

Mad antipiracy bot sics BSA on OpenOffice FTP site

On being Geek

Congresswoman compares Osama to U.S. founders


Knattspyrnumaðurinn Pavel Nedved hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan að ég sá hann fyrst á EM 1996 í Englandi. Mín fyrsta hugsun var að Sheffield Wednesday (sem þá var í ívið betri málum en nú) ætti að krækja í þennan snilling en ég var sáttur þegar að það reyndist vera Lazio sem að krækti í kappann enda mitt lið á Ítalíu.

Fjárhagsvandræði Lazio þýddu að Nedved var seldur til Juventus (sem var svo sem skárra en að hann færi til Mílan-liðanna eða Roma). Þar var hann lengi í gang en hefur undanfarið verið þriggja manna maki og stundum meira.

Lofsamlega grein um Nedved má finna hér, þar má meðal annars lesa:

“Nedved runs even when he sleeps,” said Juventus coach Marcello Lippi.

“Everyone in Detroit asks me about Del Piero,” Bonini told Gazzetta. “But when I want to teach soccer, I use a tape of Nedved.”

Comments are closed.