Myndasögur og lygar

Frétt dagsins er auðvitað sú að “skýrslan” sem að breska ríkisstjórnin lagði fram og átti að sanna vopnaeign Saddam Hussein reyndist vera að stærstum hluta copy/paste úr ritgerð sem var gerð 1991 við háskóla í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hældu einmitt þessari “skýrslu” fyrir að vera vel unnin. Það er öllum bolabrögðum beitt, efast einhver um að þetta sé meira og minna falsað sem þessir kumpánar leggja fram þessa dagana? 12 ára gömul skýrsla er auðvitað up-to-date er það ekki? Ha? Gögnin í henni hljóta að réttlæta fjöldamorðin í Írak sem að Bandaríkjamönnum klæjar í puttana að fremja.

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er staðfastur maður, þessa dagana segir hann saksóknurum að krefjast dauðarefsinga oftar, honum finnst þau ríki sem leyfa dauðarefsingar ekki nógu dugleg að framkvæma þær. Texas er auðvitað undanskilið, sjö aftökur á fyrstu 5 vikum þess árs.

Pravda er með áhugaverða kenningu í dag, þeir eru alveg á því að tækni sem leyfir mönnum að anda neðansjávar sé til staðar, herir Bandaríkjanna og Rússlands eigi svoleiðis á lager.

Stór hluti dagsins farið í að stilla dailystrips en það er forrit sem gerir mér kleift að safna saman á eina síðu öllum myndasögunum sem ég les reglulega á netinu. Þetta gæti sparað mér verulegan tíma í framtíðinni.

Af því tilefni ætla ég að smella inn tenglum á nokkrar valdar myndasögur, þessi hérna með Móses vakti mikla kátínu hjá mér, viðbrögðin óborganleg.

Það er langt í frá að allir Bandaríkjamenn séu að gútera embættisverk Bush yngri eða hann sjálfan, maðurinn fékk nú einu sinni ekki nema atkvæði frá rétt um 24% allra kosningabærra manna í kosningunum og hefur síðan þá fátt gert af viti.

Oft eru það Sigmund-ar heimsins sem hitta á veiku punktana, gjörið svo vel:

Comments are closed.