5 ár

Nákvæmlega 5 ár í dag.

Í Noregi hefur þingmaður beðist afsökunar á því að hafa spilað stríðsleik á tölvunni sinni á meðan að á þingfundi stóð. Davíð Oddsson þarf hins vegar ekki að biðjast afsökunar á því að skrifa smásögur í vinnunni á Alþingi, hann er svo fyndinn nefnilega.

Það er mikið pundað á Bandaríkjamenn núna eins og gefur að skilja. Berlusconi, Blair og hinir kjölturakkarnir hafa hins vegar gefið út yfirlýsingu sem best er að lesa “við líka!” og lýsa þar yfir stuðningi við stríð sem á að vernda friðinn (hvernig sem Bush reiknar það út).

Pravda skjóta nokkrum skotum. Þeir nefna hryðjuverkasveitir Bandaríkjamanna og Breta sem eru í Írak þessar vikurnar, þeir eru góðu karlarnir þannig að það má örugglega ekki kalla þá hryðjuverkamenn samt. Þeirra málstaður er réttari.

Svo eru það marmelaðiverksmiðjurnar sem að vopnaeftirlitsmennirnir leita að efnavopnum í, vel völdum skotum miðað þarna að Bandaríkjamönnum frá Rússum.

Það eru þó ekki bara Rússar, Nelson Mandela lætur þung orð falla og segir Bandaríkjamenn vilja helför.

Mexíkóar vilja svo klippa “United States” hlutann úr nafni sínu, reyndar er það ritað Estados Unidos Mexicanos á spænsku. Þeim finnst það minna um of á gráðuga nágrannann sem hefur ekki verið þeim góður stóri bróðir.

Ummæli dagsins á þó maður uppalinn í Bandaríkjunum, Dimitri Piterman, sem fæddur er í Úkraínu. Hann var að kaupa ráðandi hlut í knattspyrnufélaginu Racing Santander og vill stjórna þar öllu sjálfur. Aðspurður hvort að hann ætti að stjórna liðinu þar sem hann er ekki með þjálfararéttindi svaraði hann:

“There’s a complete idiot running a very powerful country without a qualification to his name – and you tell me that I have to have a diploma to manage a football team?”

Comments are closed.