Snjókast

Stefan Schwarz (sænskur landsliðsmaður í knattspyrnu) var að lenda í klandri í Englandi. Einhverjir óþekktarpjakkar hentu snjóboltum í bíl hans og hann stökk þá bara út og á eftir þeim. Einn pjakkurinn ökklabraut sig á flóttanum og nú lítur út fyrir að Schwarz gæti verið ákærður. Ég er á hans bandi í þessu máli, snjókast í eignir annara geta valdið tjóni, hvað þá ef kastað er í bíl á ferð, bílstjóra getur auðveldlega fipast og stórslys getur orðið úr þessu. Rassskella ökklabrotna kjánann fyrir aulaskapinn! Foreldrar ættu að brýna þetta fyrir börnum sínum, það er þó auðvitað langt í frá trygging fyrir betri hegðun barna. Hvað ætli lagasmiðurinn Pétur Blöndal segi… lög gegn snjókasti?

Frá Bandaríkjunum er það helst að frétta að stóri bróðir seilist æ lengra, nú eru allir erlendir námsmenn undir reglulegu eftirliti skólayfirvalda og eftirlitsstofnanna.

Comments are closed.