Steik, rauðvín og með því

Höfðum það náðugt í kvöld, nautasteik, rauðvín og bakaðar kartöflur.

Á eftir var svo horft á þrjá Enterprise-þætti og eftirréttur í gervi íspinna lagður að velli. Prinsessan í einum þáttanna er víst þekktur matgæðingur sem og fyrirsæta.

Í framhaldi af umræðunni um þroska barna til að fara á kvikmyndir þá hafa nýlegar niðurstöður vísindamanna í Kanada leitt það í ljós að börn undir 10 ára aldri skilja ekki kaldhæðni. Þetta getur þýtt að höfundar barnaefnis þurfi aðeins að endurskoða vinnubrögðin. Held að sumt barnaefni sé einmitt að stíla upp á kaldhæðni og þykir því afskaplega leiðinlegt hjá börnum. Ekki lái ég börnunum þess að skilja ekki kaldhæði, finnst að hana ætti að varast að nota, niðurrif er aldrei til góðs í mannlegum samskiptum. Játa upp á mig þó einhver ummæli í þessum kanti, hefur farið mjög fækkandi undanfarin ár.

Sá einn þátt af Viltu vinna milljón þar sem vinningar runnu til ýmissa samtaka. Þar kom einmitt fram nafnið Helo Pinheiro. Hún er kvenmaður í Brasilíu sem lagasmiður og textasmiður féllu í stafi fyrir og sömdu lagið “The Girl from Ipanema” um. Það lag fór mikla sigurför um heiminn á sínum tíma. Núna mun umræddur kvenmaður (55 ára) og dóttir hennar (24 ára) koma fram í brasilísku útgáfunni af Playboy, hún er víst flott ennþá, stúlkan frá Ipanema.

Fengum næturgest í nótt, tengdó var voða þæg og góð á beddanum sem hún gaf okkur fyrir akkúrat svona tækifæri.

Comments are closed.