Árið endað með hláturkasti

Fékk smá astmakast í vinnunni í dag. Greindist í fyrra með áreynsluastma sem ég hef reyndar verið með í mörg ár en ekkert pælt í. Áreynslan í morgun var hins vegar ekki beint vinnunni að kenna heldur hlátrasköllum, Gunni gróf upp myndband frá stuttmyndahátíð sem fékk okkur til að kúgast af hlátri. Ég held ég fái harðsperrur eftir hláturkastið sem maður var í þær rúmu 8 mínúturnar sem myndbandið varir. Þetta er æðisleg splatter-útgáfa af venjulegu kennslumyndbandi fyrir lyftara, við Gunni og Konni höfum allir verið lyftarakallar og gátum því metið þetta enn meira en Stefán sem lá þó auðvitað í krampa yfir þessu.

Myndbandið er 91 MB (of stórt fyrir venjuleg módem!) og ég hef sett eintak af því hér (ókeypis niðurhal innanlands!).

Upplýsingaleynd er farin að verða minni og minni, forráðamenn fyrirtækja eru farnir að þora ekki öðru en að afhenda yfirvöldum upplýsingar án þess að úrskurður frá dómstólum komi þar nálægt. Þetta er varhugavert þegar að hvaða embættismaður sem er getur fengið hvaða upplýsingar sem er. Forráðamenn fyrirtækjanna þora oft ekki öðru, óttast að þá fái fyrirtækið á sig einhver stimpil um að þeir vilji fela hryðjuverkamenn og barnaníðinga.

Málið er það að ef að grunur leikur á að um sé að ræða glæpamenn þá ber yfirvöldum að leita til dómstóla og svo til fyrirtækjanna ef að dómstólar samþykkja röksemdir yfirvalda. Hvaða embættismaður sem er ætti ekki að geta fengið allar upplýsingar um mig (eða félaga minn í Bandaríkjunum) þó svo að hann hafi illan bifur á mér.

Comments are closed.