Harry Potter II

Við skötuhjúin gerðumst voða góð við okkur og fórum á Harry Potter í Lúxussalnum Álfabakka. Myndin lengri og skuggalegri en sú fyrsta , mælum ekki með því að fara með ung börn á hana. Mjög fín mynd, Sigurrós segir meira um hana hjá sér.

Þessi fyrsta för okkar í Lúxussal stóðst flestar væntingar okkar, tjaldið er reyndar frekar nálægt fremstu röðunum, við vorum fegin að fá sæti í annari röð, þeir sem komu seinast sátu í fremstu röð og þurftu að horfa beint upp.

Fór í síðara próf annarinnar í morgun, gekk þokkalega held ég en í þessu fagi er afar erfitt að meta hvernig kennarinn fer yfir. Endurtektarpróf eru í byrjun janúar þannig að ef illa fór verður jólabókin Object-Oriented and Classical Software Engineering.

Kippti umbúðunum af í dag, glæsilegur ferkantaður marblettur og tveir saumar blasa nú við heiminum næstu daga. Eins gott að þetta var ekki í andliti 🙂

Comments are closed.