Boltinn rúllar áfram

Unnur ætti að nefna hvaða bækur þetta eru sem hana vantar… það geta ótrúlegustu bækur leynst í hillunum hjá manni (hvað þá kössunum).

Mikið að gerast í boltanum. Sá með öðru auganu stórmeistararimmuna í Þýskalandi þar sem Bayern München vann Dortmund 2-1 með harmkvælum í svakalegum leik. Jan Köller, stærsti sóknarmaður í heimi held ég alveg örugglega, neyddist til að fara í markið hjá Dortmund þegar markmaðurinn Jens Lehmann (sem er með risastórar hendur) var rekinn útaf, Dortmund enduðu leikinn 9 talsins.

Sheffield Wednesday voru að ráða nýjan framkvæmdastjóra í fyrradag. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn var gegn toppliði Norwich og fór hann 3-0 Kanarífuglunum í vil (en svo kallast Norwich-liðið).

Lazio eru nú á barmi gjaldþrots eftir gjaldþrot aðaleiganda liðsins, Cirio-samsteypunnar ítölsku. Manchester United og Valencia hafa ekki fengið að fullu greitt fyrir þá Jaap Stam og Gaizka Mendieta og íhuga lögsókn.

Comments are closed.