Þembingur

Já… í gærkveldi fór mér að hraka og eftir sífelld hlaup á klósettið fór ég að sofa skjálfandi með hita.

Dagurinn í dag verið keimlíkur, betri af hitanum reyndar en fundið samt eitthvað fyrir honum. Afrek dagsins eru fá, sá Dortmund taka á móti Bielefeld í þýska boltanum, leikurinn í mun hærri gæðaflokki en það sem býðst yfirleitt frá Englandi (nema þegar stórveldaslagur er á dagskrá). Þýsku liðin kunna nefnilega fótbolta, annað en þau ensku yfir höfuð. Mínir menn í Sheffield Wednesday náðu loksins að innbyrða sigur í dag, unnu Bradford á heimavelli. Áður höfðu fjórir leikir tapast í röð og þar áður höfðu verið fjögur jafntefli.

Vonandi næ ég að vera með réttu ráði á morgun, skilaverkefni í java sem ég ætti að vera kominn á fullt með.

Comments are closed.