Vannýtt sólarhelgi

Magnaðir í Grikklandi. Þeir vildu banna tölvuleiki sem að tengjast veðmálum, komust að því að það væri erfitt að tiltaka hvaða leikir væru veðmálaleikir þannig að þeir ákváðu þá að banna ALLA leiki, hvort sem það væri Tetris, Half-Life eða Myst. Sektir og fangelsi bíða nú þeirra sem að spila tölvuleiki í farsímunum sínum eða á fartölvunum í Grikklandi. Sjá nánar hér.

Greinilega fleiri sem eiga vitlausa þingmenn og vitlausari ríkisstjórnir en við.

Þetta er búin að vera sólrík helgi þó það hafi ekki verið mjög hlýtt. Því miður hef ég ekkert nýtt þennan merka atburð, sól á Íslandi. Ég hef verið að vinna í tveimur skilaverkefnum sem að á að skila núna í vikunni. Endalaust fjör.

Comments are closed.